Tekið við styrk frá Virk

Helgi og Tóta tóku við staðfestingu styrkveitingarinnar
Í gær fimmtudag 10. janúar voru styrkir úr Starfsendurhæfingarsjóð VIRK til verkefna sem stuðla að aukinni fjölbreytni og framboði úrræða í starfsendurhæfingu og/eða rannsóknir sem stuðla að uppbyggingu almennrar þekking á starfsendurhæfingar á Íslandi. Klúbburinn Geysir sótti um og fékk styrkt til að auka fjölbreytni verkefna á vinnumiðuðum degi í klúbbnum.
Þórunn Ósk Sölvadóttir og Helgi Halldórson fóru á staðinn og veittu styrknum viðtöku. Félagar og starfsfólk klúbbsins þakkar fyrir styrkinn og þá viðurkenningu sem í honum felst á starfi Klúbbsins Geysis.