Tenerifefarar komnir heim
Það voru ánægðir og kátir Tenerifefarar sem mættu í Geysi síðastliðinn mánudaginn eftir skemmtilega og lífsreynslugóða viku á eynni Tenerife. Þó dvölin hafi verið ánægjuleg í flesta staði þá er nú alltaf gott að koma heim, ekki síst ef vel blæs á heimkomuhlaði Leifsstöðvar. Sum sé nú hefjum við endurnærð hauststarfið og hvetjum félaga til að mæta og taka þátt í fjölbreyttu starfi. Notum tækifærið hér og getum þess að fimmtudaginn 27. september ætlum við að hafa myndakvöld frá Tenerife og jafnvel elda spánskan kvöldverð úr kokkabókum Cristinu okkar nýja sjálfboðaliða.

Þessa mynd tók Helgi Halldórsson þar sem sést yfir Fanabe ströndina

Benni tók þessa mynd yfir íbúðabungalóana og eina af sundlaugunum við Isabellahótelið með fjallasýn í bakgrunni.