Þemadagur föstudaginn 10. mars
Föstudaginn 10. mars 2017 hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með að leyfa karlmennskunni að blómstra sem aldrei fyrr. Klúbburinn Geysir ætlar að taka þátt og hvetur félaga til að sýna af sér karlmennsku á vinnumiðuðum degi þennan dag.
Á Mottudeginum er ímyndunaraflið látið ráða för og við skulum skarta öllu mögulegu tengdu karlmönnum, fatnaði, höfuðfötum, gerviskeggi o.s.frv. Allir félagar eru hvattir til að gera slíkt hið sama. Krabbameinsfélagið hvetur hópa til að gera eitthvað skemmtilegt saman og láta mynda sig á ýmsan hátt og senda á mottumars@krabb.is eða setja á Facebooksíðu átaksins.