Þetta er framundan hjá Klúbbnum Geysi
Núna þegar október er rétt farinn af stað er nóg framundan hjá Geysi, eins og til dæmis er alla þriðjudaga Kaffihús Geysis opið frá 14:00 til 15:30, næsta fimmtudag er minigolf í félagslegu dagskránni og svo 10. okt gleði í Kringlunni frá kl.13:00 til 16:00 næst komandi laugardag, en hins vegar verður byrjað á glæsilegri gleðigöngu frá Útvarpshúsinu og verður lagt af stað kl.12:40. Ekki má gleyma húsfundinum sem er alla miðvikudaga kl. 14:30 þar sem allir félagar eru kvattir til að mæta á og koma með sína hugmyndir að því sem þeit telja að betur mætti fara í starfi klúbbsinns. Jólanefnd er komin af stað og verður næsti fundir hennar 16. október kl. 14:15 og eru allir félagar sem eru farnir að hugsa aðeins um jólin velkomnir. Þekkingarmiðlun verður með fyrirlestur um Listina að breyta hverju sem er þriðjudaginn 20. október, einnig verður farið í hina árlegu Kjötsúpu á Skólavörðustíg laugardaginn 24. október. Eins og sést er nóg um að vera hjá okkur, nú er bara að mæta og taka þátt.