Þorrablótið 2020

Forn þjóðleg barnaleikföng í tilefni dagsins
Þá er allt að verða tilbúið fyrir Þorrablótið sem haldið verður í kvöld. Húsið verður opnað kl. 18.00. Borðhald hefst kl. 19.00 og í framhaldinu verður fjöldasöngur og síðan hin margrómaða spurningakeppni, Þorraþrællinn þar sem sigurvegarar fá glæsileg sigurlaun. Súrsaði hluti matarins kemur frá Nóatúni eins og í fyrra, sem þótti einstaklega vel heppnaður. Hlökkum til og skemmtum okkur með þjóðlega arfinn í farteskinu.