Þorrablótið í kæstum hæðum
Þorrablótið tókst með eindæmum vel og ekki að undra þegar gott fólk kemur saman að leggja hönd á plóg. Alls mættu 50 manns á blótið og skemmtu sér konunglega. Mikið var lagt upp úr góðum skemmtiatriðum; þjóðsagnalestur, gamanyrði, söngur, gítarsláttur, spurningakeppni, happdrætti og síðast en ekki síst frábær matur. Þykir skrifara hér að ekki muni það skaða nokkurn mann að geta þess að maturinn var fenginn frá Nóatúni. Þökkum öllum sem lögðu blótinu lið og ekki nokkur vafi á að snemma verður farið í að undirbúa blótið að ári.

Myndin er tekin á blótinu í gær.