Þrettándabrenna við Ægisíðu kl. 18.00. Hittumst í Geysi kl. 16.00
Þá hefur borist staðfesting á því að íslenskar þjóðsagnaforynjur, talandi búsamali og aðrar kynjaverur munu mæta við Ægisíðuna í kvöld og kveikja þar í brennu kl.18.00 við söng og hljóðfærslátt. Geysisfélagar ætla að sjálfsögðu að mæta á staðinn og taka þátt í gleðinni. Við hittumst í Geysi kl.16.00, fáum okkur kakó og kex áður en við höldum á vit þrettánduundranna kl. 17.30. Skorum á félaga að mæta og njóta ævintýranna.

Á þessu Íslandskorti eru merktir inn staðir þar sem sannanlega eru álfa- og huldufólksbyggðir. Myndin er fengin á menn.is