Þrettándagleði í Geysi
Í félagslegri dagskrá mánudaginn 6. janúar ætlum við að fagna með álfum og öðrum foynjum í tilefni dagsins. Vonandi hittum við álfadrottningar og -kónga að ógleymdum jólasveinum sem halda nú til í sínar fjallabyggðir að hlúa að skarinu henni móður sinni og föður leppalúða. Ef tækifæri gesfst til munum við skunda á álfabrennu að þjóðlegum sið, ef aðgengilegt verður í nágrenninu. Kakó og snakk í upphitun í Klúbbnum Geysi. Mætum kl. 16.00 í Geysi og spáum í framhaldið.

Álfabrenna við Ægisíðu í Reykjavík. Mætum þar ef vel viðrar og álfar mæta.