Þróunarstjóri Clubhouse International kíkti við í morgun
Anna Sackett Roundtree þróunarstjóri hjá Clubhouse International kíkti við í stutta heimsókn í morgun. Starf Önnu hjá CI felst í því að halda utan um styrktaraðila, fjáraflanir og innleiða nýjar hugmyndir varaðandi fjáraflanir fyrir samtökin. Hún vinnur einnig við markaðsmál bæði á samfélagsmiðlum og stýrir ýmsum herferðum. Hún hefur unnið hjá fréttasstofu CBS/60 mínútum, einnig hjá Sameinuðu Þjóðunum við ýmis verkefni. Hún er menntuð í alþjóðastjórnmálum og tungumálum.
Anna var í stuttu fríi á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og langaði að sjálfsögðu að kíkja við í Klúbbnum Geysi. Við þökkum henni fyrir innlitið og báðum hana að skila góðum kveðjum vestur um hafið.

Frá vinstri: Mikael Guðlaugur. Tóta Ósk, Helgi og Anna Sackett