Töframátturinn í dag klukkan 14.00
Fjórðu og síðustu tónleikar Töframáttar tónlistar á þessum vetri verða haldnir á Kjarvalsstöðum í dag kl. 14.00
Að þessu sinni kemur Strokkvartettinn Siggi og leikur fyrir okkur tónlist úr ýmsum áttum. Kvartettinn skipa þau Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir á fiðlur, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló. Aðgangur er ókeypis og við vonumst til að sjá alla unnendur góðrar tónlistar á staðnum.
Eins og kunnugt er hefur Gunnar Kvaran sellóleikari verið listrænn stjórnandi þessa viðburðar. Er honum færðar ómældar þakkir fyrir framtakið undanfarin ár.

Ein frumlegasta mynd sem til er af Sigga