Tölvuleikjadagur
Næstkomandi laugardag þann 22. Febrúar frá klukkan 11 til 15 verður haldinn fyrsti tölvuleikjadagur Klúbbsins Geysis. Leikjatölvan er með 2x stýripinnum og inniheldur alla klassíku leikina eins og td. Pacman, Super Mario Bros, Donkey Kong, Tetris, Space Invaders og marga aðra. Auk þess verða pylsur, popp og gos sem verður hægt að kaupa, komum öll saman og sköpum gamla og nýja nostalgíu stemmingu.