Tónleikaröðin Töframáttur tónlistar 29. mars
Tónleikaröðin Töframáttur tónlistar fer af stað aftur þann 29. mars.
Mæðgurnar Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari munu leika á tónleikunum sem verða haldnir þann 29. Mars klukkan 11.00.
Athugið að þessir tónleikar verða ekki að Kjarvalsstöðum eins og vant er heldur í Hafnarhúsi – Listasafni Reykjavíkur að Tryggvagötu 17. Tilkynna þarf um fjölda frá hverjum stað daginn áður og því nauðsynlegt að skrá sig tímanlega á töflunni á annarri hæð.