Um Batastjörnuna

Batastjarnan er verkfæri til að styðja við og mæla breytingar hjá fullorðnum á vinnualdri, sem eiga við geðræn heilsuvandamál að stríða.

Þetta er niðurstöðudrifið verkfæri, sem þýðir að það gerir skipuheildinni sem notar það fært að mæla og leggja saman árangur margra notenda og verkefna. Þetta er einnig lykilverkfæri fyrir notandann því það styður bata hans með því að kortleggja leiðina til bata með sýnilegum framförum og áætlunum sem hann þarf að fylgja.

 

Þeir sem áhuga á að vinna með Batastjörnuna hafið samband við starfsmann hjá Klúbbnum Geysi.

 

Batastjarnan rýnir fyrst og fremst í tíu grundvallarsvið sem hafa reynst mikilvægust á bataferlinu:

·         Geðheilsustýring

·         Náin sambönd

·         Sjálfsumsjá

·         Fíknihegðun

·         Lífsfærni

·         Ábyrgð og skyldur

·         Tengslanet

·         Sjálfsmynd og sjálfsálit

·         Atvinna

·         Traust og von

 

Batastjarnan mælir tengsl notandans við hvert þessara sviða, þau vandamál sem hann upplifir á hverju sviði fyrir sig og hvert viðhorf hans er til að takast á við þau.

Hjálpartæki fyrir Batastjörnuna

Notkunarleiðbeiningar fyrir Batastjörnuna eru gefnar út aðskildar öðru. Þær innihalda:

  • Kynningu á Batastjörnunni fyrir notendur, þ.mt. lýsingu á Breytingastiganum, sem er grundvöllur verkfærisins.
  • Stiga sem lýsa tíu þrepa ferðalagi fyrir hvert þeirra tíu sviða sem Stjarnan tekur til.
  • Stjörnukortið og Stjörnuáætlunin eru gefin út sem sér bæklingar (Stjarna og Áætlun) til að stinga inn í möppur og fyrir notanda til að geyma.

 

Lýsing notanda á notkun batastjörnunar.

„Mér fannst ég taka fullan þátt; þetta var skýrt og auðskilið og tók á mér sem manneskju en ekki sem vandamáli. Það styrkti mig verulega að sjá hversu vel ég er stödd. Þetta var eins og samtal og mér fannst að í fyrsta skipti væri hlustað almennlega á mig. Þú getur kynnst fólki og áttað þig á ýmsu um það [með því að nota Stjörnuna] jafnvel þótt þér hafi fundist þú þekkja það vel.“