Undirbúningur á fullu
Nú styttist óðum í jólaveisluna sem haldin verður föstudaginn 1. desember. Undirbúningur stendur nú sem hæst og félagar hvattir til þess að koma og hjálpa til. Ekkert er til sparað svo veislan megi fara fram á sem hátíðlegastan hátt. Hamborgarhryggur verður í aðalrétt ásamt meðlæti og heimalagaður ís í eftirrétt að hætti Tryggva. Síðan verður hið margfræga jólahappdrætti á sínum stað og ekki síst söngur og gleði. Minnum á að húsið verður opnað kl. 18.00 en borðhald hefst kl. 19.00. Að halda góða veislu er kannski lítið mál, en að njóta hennar er samstilling sálarinnar við innra geðslag hvers og eins. Góða skemmtun.