Undirbúningur hrekkjavöku
Mikill áhugi er á hrekkjavöku í Klúbbnum Geysi og láta félagar ekki sitt eftir liggja við að koma upp alls konar hrekkjavökubúnaði til augna og -sálaryndis. Það verður haldið létt hrekkjavökupartý á opnu húsi á fimmtudagin og félagar hvattir til þess að taka þátt og snæða góða mat. Það verður boðið upp á köngulóarpizzu og aldrei að vita nema leynist fluga í blóðsúpunni. Skelfumst á fjörugu opnu húsi með skemmtilegum hrekkjauppvakningum.

Þrír félagar undirbúa stemninguna.

Ein vinaleg beinagrind