Farið var í matjurtagarðinn þriðjudaginn 23. september til að taka upp afrakstur sumarsins. Það skiptust á skin og skúrir eins og vera ber. Allt fór vel og var uppskeran drjúg. Fjölmenni var og glatt á hjalla. Afraksturinn verður notaður í matargerð næstu vikur og munar um það.
