Útvarp Geysir FM 106,1 fór í loftið í morgun
Útvarp Geysir fór formlega í loftið í morgun kl. 09.00. dagskráin hófst með hinu bráðskemmtilega lagi “Í útvarpinu heyrði lag” í flutningi HLH-flokksins, en áður kynnti Þorkell Jóhannesson Útvarp Geysir, en hann er félagi og nú í hlutverki tæknimanns Útvarps Geysis FM 106.1 Síðan flutti Þórunn Ósk Sölvadóttir framkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis stutt ávarp um tilurð og tilgang útvarpsins. Nú er að hvetja félaga til að hlusta á útvarpið okkar og hvetja aðra til þess að stilla á FM 106.1 og njóta dagskrárinnar eftir því sem tök er á. Við viljum einnig minna á að söfnunin á Karolinafund til þess að styrkja útvarpið er ennþá í fullum gangi og hvetjum við hlustendur til þess að ljá söfnuninni lið með því að skrá sig fyrir áheitum á: www.karolinafund.com/project/view/1393

Tóta Ósk ýtir útvarpinu úr vör kl. 09.00 í morgun