Útvarpsráð fundaði
Útvarpsráð fundaði í dag og var sá fundur áhugaverður og spennandi í alla staði. Margar hugmyndir eru um hvað skuli gera í sambandi við útvarp Geysi. Nefndir eru farnar af stað með vinnu í þeim efnum. Enn geta áhugasamir tekið þátt í þessari undirbúningsvinnu. Eina sem þarf að gera er að koma í klúbbinn og leggja fólki liði. Allar hugmyndir eru vel þegnar. Næsti fundur útvarpsráðs verður þriðjudaginn 27. september næstkomandi.