Vel heppnaður alþjóða geðheilbrigiðsdagur 10. október
Þann 10. október sl. var alþjóða geðheilbrigiðsdagurinn haldinn hátíðlegur. Klúbburinn Geysir lét sig ekki vanta. Farið var í geðgóða göngu frá Hallgrímskirkju og niður í Bíó Paradís. Þar tók við glæsileg skemmtidagskrá auk þess sem fjölmörg úrræði kynntu starfssemi sína. Veðrið bókstaflega brosti við okkur og sólin skein enda ekki annað hægt á þessum fallega degi.