Vel heppnuð heimsókn á RÚV
Flottur hópur Geysisfélaga hélt af stað upp í Efstaleiti í dag þar sem höfuðstöðvar vors ástsæla Ríkisútvarps eru til húsa. Þar tók á móti hópnum Sigrún Hermannsdóttir viðburða- og þjónustustjóri RÚV og leiddi um húsið. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem áhugasamir félagar um útvarp mæta á staðinn. En haft var á orði að þessi heimsókn gæti orðið dýr fyrir klúbbinn, því forkólfar Útvarp Geysir fengu svo margar og góðar hugmyndir að gæti kostað nokkuð fé. Allir ánægðir eftir vel heppnaða heimsókn og félagar þakka fyrir sig.

Hluti hópsins stillti sér upp.