Velkomin til starfa
Enn rennur upp mikill, fagur og jákvæður dagur í starfi Klúbbsins Geysis. Ný vika framundan og nóg að starfa. Fyrir utan hefðbundin verkefni er alltaf nóg hægt að hafa fyrir stafni. Í þessari viku, eða fimmtudaginn 20 águst kl. 14.00 verður haldinn fundur um staðalanna/viðmiðunarreglurnar, þar sem okkur gefst tækifæri til þess að koma með tillögur að breytingum þeirra. Niðurstöðurnar, (ef einhverjar verða) sendum við endurskoðunarteymi CI, sem mun meta þær ásamt tillögum frá öðrum klúbbum. Mætum öll á fundinn og höfum áhrif.
Í félagslegu verður farið út að borða á fimmtudaginn. Einhverjar hugmyndir voru um að snæða bláskel í Nauthól, en þetta verður rætt nánar þegar nær dregur.
Þessi vika er síðasta vinnuvika Lisu sem verið hefur sjálfboðaliði í Geysi undanfarna 12 mánuði. Við ætlum að kveðja hana með smá partýi föstudaginn 21. águst.
Svo er menningarnótt og Reykjavíkumaraþon um helgina. Við hvetjum allt gott fólk sem er til í að hlaupa til styrktar Geysi til þess að skrá sig á hlaupastyrkur.is. Einnig hvetjum við þegna þessarar þjóðar til þess að heita á það góða fólk sem ætlar að hlaupa í nafni Geysis. Lengi lifi maraþonið og lýðveldið.
Njótið vikunnar.