Lokað á frídegi verslunarmanna
Þá er dottin á ferðahelgin mikla oft kennd við verslunarmenn. Frídagur þeirra í ár kemur uppá 5. ágúst að þessu sinni en er á hinn bóginn alltaf á mánudegi. Því hefur þó verið haldið fram að fæstir verslunarmenn eigi frí þennan dag ef út í það er farið, en látum hjá líða. Geysisfélagar verða á faralsfæti um helgina eins og aðrir landsmenn en einhverjir ætla að gera sér dælt við innipúkann og slaka bara á í nærumhverfinu. Það er líka ágætt.
Allt um það, þá verður lokað í Geysi mánudaginn þennan 5. ágúst. Sjáumst hress og kát þiðjudaginn 6. ágúst. Öflugt, skemmtilegt og fróðlegt starf framundan í klúbbnum.
Njótið helgarinnar.

Verslunarmannahelgarfrídagskötturinn Fífí tekur sér aldrei frí, frí.