Vertu öruggari, sterkari og hraustari
Teygju- og styrktartímar í klúbbnum Geysi, föstudaginn þann 21. janúar klukkan 10.00
Við byrjum af krafti í byrjun árs en förum þó rólega af stað, gerum æfingar saman, -hver og einn eftir sinni getu. Teygjur og kyrrð í bland við kraft og gleði með léttum æfingum í tækjasal.
Tímarnir og allar æfingar verða aðlagaðir að reynslu og getu hvers og eins. Við takmörkum okkur við 4-5 þáttakendur í hvert skipti, hálftíma í senn og getum alltaf bætt við öðrum tíma frá klukkan 10.30 ef fleiri vilja taka þátt. Tímarnir verða á þeim dögum þegar engir fastir fundir eru í húsinu en fastar dagsetningar verða ræddar á húsfundi.
Sigga Nanna hefur reynslu af leikfimi- og danskennslu og mun hún leiða tímana og huga sem best að þörfum og getu hvers og eins.