Vestmannaeyjaferð
Okkur langar að kanna áhuga félaga á dagsferð til Vestmannaeyja þann 14. ágúst.
Ekki er hægt að gefa upp verð að svo stöddu en svör þurfa að berast fljótt ef þetta á að gerast í águst. Vinsamlegast skráið ykkur á lista fyrir þá sem hafa áhuga á upplýsingatöflu á annarri hæð, eða hringið í okkur svo við getum skráð niður nafn ykkar.
Við sjáum fram á dásamlegan dag, í Eyjum er margt að skoða, hægt er að fara út á Stórhöfða, skoða Eldeyjasafnið og jafnvel mjaldrana tvo svo sé nefnt.