Vetrarhátíð á fimmtudag.
Fimmtudaginn 4. febrúar ætla félagar og Carmen að kíkja á vetrarhátíð sem einmitt er að hefjast þennan dag. Farið verður frá Klúbbnum kl. 15:30 og stefnt á kaffihúsið í Hörpu. Vetrarhátíðin verður svo sett síðar þenn dag, en það verður mikið um að vera í Hörpunni og í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudegunum sem gaman verður að sjá.
Nánari dagskrá er að finna á þessari slóð hér, http://vetrarhatid.is/dagskra.
Þeir sem ætla að koma með eru vinsamlegast beðnir að skrá sig í klúbbnum eða hafa samband við Geysi í síma 551-5166. Endilega fjölmennið!