Vífilstaðavatnsgönguferð
Í dag fimmtudaginn 20. nóvember ætlum við í félagslega Vífilstaðavatnsvirknigöngu. Í því felst að ganga kringum vatnið eftir þar til lögðum göngustíg og njóta vorstemningarinnar sem óneitanlega er í loftinu þessa dagana. Látum ekki á okkur fá þó að glúmí skýjaskuggar muni hanga yfir göngumönnum. Málið er að njóta og hrífast við unaðsháhitamörkin. Benni og eða Lisa verða gönguráðgjafar. Þau munu sjá um aldarfarslýsingar, útskýra náttúrunnar kennimörk og undur sem við munum óneitanlega njóta.
Lagt af stað frá Geysi kl. 16.00. Þeir sem eru aflögufærir með bifreiðar láti ekki sitt eftir liggja að komast á staðinn.