Þessi vika í hnotskurn
Þriðjudaginn 12. desember verður kaffihús Geysis opnað kl. 14:00. Hægt verður að fá sér kakó og með því á léttu verði. Miðvikudaginn 13. desember verður jólapeysuþema í Geysi. Fólk er hvatt til að koma í jólapeysu eða klædd í eitthvað jólalegt. Svo má ekki gleyma að það verður húsfundur kl. 14:30 þann daginn. Fimmtudaginn 14. desember verður laufabrauð skorið og steikt eftir hádegið og eftir kl.16:00 fer Helena með félögum í Kringluna. Föstudaginn 15. desember verður opið til klukkan 15. Laugardaginn 16. desember verða litlu jólin haldin í klúbbnum frá kl. 10-14. Hangikjöt og létt spjall um jólin, svo munum við skiptast á pökkum sem eiga ekki að kosta meira en ca 500 krónur.
Það verða síðan fullt af veislum þegar nær dregur jólum og munið eftir að skrá ykkur á þær veislur. Sjá má nánar um veisluhöldin í Geysi.