Vikan 19. – 23. ágúst
Haustið er greinilega að koma og starfsemi Geysis er í fullum gangi. Við byrjum vikuna á skipulagsfundi klukkan 10:00. Afmælisfundur er því næst á miðvikudaginn kl. 10:00. Húsfundur er seinna um daginn kl. 14:30. Upptökur í úvarpinu eru á þriðjudögum kl. 14:00-15:00 og fimmtudögum milli 10:00-11:00. Hljómsveitaræfing Kiðlinganna er á þriðjudögum frá kl. 15:00-16:00. Þá má ekki gleyma Reykjavíkurmaraþoninu laugardaginn 24. ágúst kl. 12:15. Um að gera að heita á frábæra hlaupara Klúbbsins Geysis. Hægt er að gera svo á vinstri valmyndi á forsíðu. Einnig er vel þegið ef þið komið og styðjið og hvetjið okkar lið.