Vilja félagar fara í Reykjaréttir 14. september?
Laugardaginn 14. september 2019 verða Reykjaréttir haldnar, en þær eru í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Réttirnar hefjast stundvíslega kl. 09.00. Ef áhugi er hjá félögum í Geysi að fara í réttirnar þá vinsamlega skráið ykkur á auglýsingu í móttöku fyrir 12. september. Við höfum áður farið í þessar réttir með nesti og í góðri stemningu. Ef næg þátttaka (10 manns) næst verður farið á bílaleigubíl og lagt af stað frá Klúbbnum Geysi kl. 07.30.