Vinnumiðaður dagur

Starfsemi

Félagar og starfsfólk klúbbsins ber sameiginlega ábyrgð á rekstrinum. Klúbburinn byggir starfsemi sína á skipulögðum vinnudegi. Öll starfsemin er eingöngu í þágu klúbbsins til að stækka og efla klúbbhúsasamfélagið. Félagar og starfsfólk skipta með sér verkum og ákveða í sameiningu hvaða störf þarf að inna af hendi. Störf innan hússins eru unninn í eftirfarandi deildum: Eldhús- og viðhaldsdeild, skrifstofu og atvinnu-og menntadeild. Öll vinna félaga innan klúbbsins er unnin í sjálfboðavinnu.

SAM_3630

Frá deildafundi í skrifstofudeild

Deildarfundir
Deildarfundir eru haldnir í hverri deild tvisvar á dag,
kl. 09.30 og 13.15. Þá er farið yfir stöðu verkefna og félagar taka að sér þau störf sem liggja fyrir.

Skrifstofudeild
 
Í skrifstofudeildinni eru tölvur til afnota fyrir félagsmenn þar sem þeir geta unnið að margvíslegum verkefnum er tengjast starfsemi og markmiðum klúbbsins.

Verkefni skrifstofudeildar:

Blaðaútgáfa.
Bréfaskriftir.
Kynningarstarf innan og utan klúbbsins.
Samskipti við klúbba erlendis og CI ( Clubhouse International ).
Tölfræði er unnin fyrir klúbbinn og er hún í stöðugri endurnýjun.
Uppfærsla heimasíðu.
Styrkumsóknir.
Þýðingar.
Ráðstefnur og þjálfun.                                                                                                             

SAM_4223

Frá fundi um heimasíðu Geysis

Atvinnu- og menntadeild ATOM                                                        

Styður félaga við að ná markmiðum sínum varðandi atvinnu og menntun með því að nýta þau tækifæri sem eru í boði úti í samfélaginu. Í deildinni fer meðal annars fram atvinnuleit þar sem félagar og starfsmenn vinna að því að ná tengslum við vinnuveitendur. Deildin er eining innan skrifstofudeildar.

Verkefni atvinnu- og menntadeildar:

Samskipti við skóla.
Stuðningur við námsmenn.
Samskipti við atvinnurekendur og stofnanir.
Almenn upplýsingaöflun og miðlun fyrir námsmenn og þá sem áhuga hafa fyrir námi.

Móttaka

Félagar úr öllum deildum starfa í móttökunni. Þar er m.a. svarað í síma og hringt út til félaga sem þess óska.

Frá móttökunni

Verkefni móttöku:
Símsvörun.
Hringja út í félaga.
Taka á móti öllum þeim sem koma inn s.s. félögum og gestum.
Sjá um póstinn.
S
ala styrktarkorta.
Gera verkefnayfirlit fyrir daginn og vikuna.
Fylla á rekka fyrir bæklinga og blöð.
Gagnainnsláttur.
Halda móttökunni hreinni.

Eldhús- og viðhaldsdeild:

Í eldhúsdeildinni er oft mikið um að vera, þar er eldaður fjölbreyttur og góður hádegismatur, sem seldur er á góðu verði. Máltíðin kostar 800 krónur. Þeir sem ætla að vera í mat skulu skrá sig fyrir kl 10.00 sama dag.

Verkefni eldhúsdeildar:                                                     

Góður hópur í eldhúsinu.

Góður hópur í eldhúsinu.

Matreiðsla.
Bakstur.
Frágangur.
Innkaup.
Skipulagning matseðils.

Bókhald.
Veisluhöld.
Matarboð.
Finna uppskriftir.
Matreiðslunámskeið og almenn þrif.

Kaffibarinn

Kaffibarinn er einnig í umsjón eldhúsdeildarinnar og setur skemmtilegan svip á starfsemina.
Þar er hægt að kaupa kaffi, gos, sælgæti, ávexti og fl.

Verkefni kaffibarsins eru:                                                    

Afgreitt í sjoppunni.

Afgreitt í sjoppunni

Afgreiðsla
Áfylling.
Bókhald.
Innkaup. 
Almenn tiltekt á kaffibarnum.
Sala kaffikorta og matarkorta.

Viðhaldsdeild:

Deildin er með verkstæði á fyrstu hæð. Þar eru geymd verkfæri og áhöld. Einnig er lager klúbbsins staðsettur á fyrstu hæðinni. Í viðhaldsdeildinni er unnið að almennu viðhaldi klúbbhússins eftir því sem því verður við komið, auk smærri verkefna er varða hús- og tölvubúnað . Deildin er eining innan eldhúsdeildar.

Verkefni viðhaldsdeildar eru:                                                                       

Stigagangur málaður

Viðhald og endurbætur á fasteign.
Viðhald húsgagna.
Viðhald og uppfærsla á tölvukerfi.
Málningarvinna.
Yfirfara ljós.
Þrif utanhúss.
Moka snjó.
Sópa stétt.
Losa sorp.
Umsjón með öryggismálum og eldvarnarbúnaði.
Umsjón með lager.
Þrif og frágangur,
lokun glugga og hurða í lok vinnudags.