Vinnuvikan
Nú er þessi vinnuvika á enda og framundan gott helgarfrí. Sem hefst nú með hittingi á Jómfrúnni laugardaginn 9. júlí þar sem við hlustum á smá jass á meðan við gæðum okkur á ekta dönsku smurbrauði. Í síðustu viku voru vottunarfundir á þriðjudag og fimmtudag sem halda áfram á sömu dögum næstu vikurnar. Á næsta mánudag hittist starfsleitarhópurinn og á þriðjudaginn er Tölvuver sem er opið öllum félögum sem vantar aðstoð í sambandi við tölvuvinnu. Við viljum minna á morgunverðinn kl. 8:30 alla virka daga sem er frír fyrir alla félaga.