Vottunarfundir að hefjast
Núgildandi þriggja ára vottun Klúbbsins Geysis mun renna út 31. janúar 2020. Mikil og góður vilji er til þess að endurnýja hana og er þess vegna að fara í gang sjálfskoðun á verklagi og virkni klúbbsins í ljósi viðmiðunarreglnanna. Þetta gerum við með því að setja í gang fundi sem verða haldnir tvisvar í viku. Búið er er að halda einn kynnigarfund á verkefninu og einnig hefur verið rætt um væntanlega vinnu á húsfundum. Fyrsti fundurinn verður miðvikudaginn 25. september kl.10.00 og næsti fimmtudaginn 26. september og svo áfram á þessum tímum eins og þurfa þykir þar til verkinu lýkur. Þá sendum við niðurstöðu okkar til úttektarnefndar klúbbhúsa og í framhaldi af því setjum við niður tíma tíma fyrir vottunarteymi að heimsækja klúbbinn.
Við hvetjum alla félaga sem áhuga hafa á að mæta á þessa fundi enda eru þeir bæði skemmtilegir og aflvaki nýrra hugmynda sem alltaf er pláss fyrir. Verum duglega að mæta og tökum þátt í skemmtilegum umræðum.

Myndin er frá fundi10. nóvember 2016 þar sem vottunarteymið kynnti bráðabirgðaniðurstöður úttektar sinnar. Fr.v. Steinar félagi í Geysi og stjórnarmaður sem þýddi, Louise frá Írlandi og Leena frá Finnlandi